Kishore Kumar Hits

Nýdönsk - Uppskeran (Live) lyrics

Artist: Nýdönsk

album: Nýdönsk 25 (Live)


Það þarf að skipta hér um mold,
Ef ekki á illa að fara aftur.
Það þýðir ekki að sá í sjúkan svörð,
Sýkingunum stýrir ógnarkraftur
Uppskeran gefur af sér eitruð blóm,
Jarðvegurinn segir sína sögu.
Geymir glötuð mannanna verk,
þeirra sem drottna.
Ef ég á að búa hér
Verð ég að treysta þér.
Þú ert mín eina sanna meyja.
Þú ert mín vagga og móðureyja.
Hér þarf ég að lifa og deyja.
Ég verð að treysta þér.
Þú ert mín eina sanna meyja.
Þú ert mín vagga og móðureyja.
Hér þarf ég að lifa og deyja.
Ég verð að treysta þér.
Silfur og kavíar,
Kampavín og demantar.
Silki og glóandi gull.
Hvenær verður kistan full?
Skammtið öðrum innmat og sull,
ónýtt roð og afgangs ull.
Hvítfryssandi löðurbrimið svart,
Hyldjúpt hafið ógnarkalt.
Ef ég á að búa hér
Verð ég að treysta þér.
Þú ert mín eina sanna meyja.
Þú ert mín vagga og móðureyja.
Hér þarf ég að lifa og deyja.
Ég verð að treysta þér.
Þú ert mín eina sanna meyja.
Þú ert mín vagga og móðureyja.
Hér þarf ég að lifa og deyja.
Ég verð að treysta þér.

Поcмотреть все песни артиста

Other albums by the artist

Similar artists