Í bernsku blíðri var ég meinhorn og fól ég mömmu barði oft og hýddi með ól, Hvolpana okkar ég í súpu sauð Og gullfiskunum ég smurð'oná brauð, Og kattarskarnið ljúfa skar ég á háls þá tók hún mútter til máls! Hvað sagð'ún þá? Hún sagði góðan veðurdag, þú velur fag þar sem að hneygðin þér verður í hag. þú verður tannlæknir (þú verður tannsi) því þér er lagið að lát'aðra þjást (þjást) þú verður tannlæknir (þú verður tannsi) Og liðið greiðir þér fyrir að þjást (Jesús minn). Þitt skapferli hæfir ey hempu, í kennslu þú yrðir vart hress þú verður tannlæknir Og algjört success. (Hann er skandall þessi skaðræðis perri) (Skrípið andar að sér gasi, ojjbara) (Hann er tannlæknir, þeir gerast nú varla verri) (Hver hleypir sadista uppí kjaftinn á sér?) (Æ, þetta er sárt) Nú er það? (ég finn til) Ekkert raus Glenntu upp kjaftinn, ég kem. Ríf úr þér tennurnar (guð minn góður) Já og ég finn mig í faginu því! Geri við geyflurnar Og ég fæ "kikk" útúr kvöl þinni Og pínu (lalalalalala) ER ég tek þinn jaxl og toga þú kveinar sem værir í vítisloga (Tannlæknirrrr) hallelújá Og þó að kúnninn sé ekki hress (óhress) ég veit, ég veit hann er hörpu á háu stigi, þú gerir mömmu stolt'af mér. Segðu aaaaaaaaaaa (aaaaaaaaaa) Segðu ahahahahahahahaha (ahahahahahaha) Segðu aaaaahhhhhhh (aaaaaaaaahhhhhhhh) Og svo spýta!!!