Undir blóðmána Bölsýni og glötum Kuldi, myrkur, sviksemi Hvetja menn til ódáða Rauður máni fyllir húmid Svartri hulu umbreytir Mánaskinið lýsir Því níðingsverki er framið var Læðist að mér nóttin svarta Hamast um í brjósti hjarta Leita skjóls, upp til fjalla Háa rödd ég heyri kalla Blindaður af stormi er Engin sér Hver þar fer En ég veit Hvað er á eftir mér... Undir blóðmána Vindurinn hvín Myrkrið tekur völd Dauðinn bíður mín Leita skjóls til einskis Því frost og fimbulvetur Allt eins líf mitt tekur