Kishore Kumar Hits

Magnús Eiríksson - Smámyndir lyrics

Artist: Magnús Eiríksson

album: Smámyndir


Það búa ýmis öfl í þér
Og óskin þig á vængjum ber.
Ef allt er rétt sem okkur býr í grun
þá undrið stóra gerast mun.
Þú getur orðið margt ef markið hátt er sett
Og munað hverja stund að treysta Guði og breyta rétt.
Þú átt ævintýraframtíð fyrir þér.
Allt fæst ef nógu vogað er.
Seiður í brosi þínu býr
Og bjartur heilsar morgun nýr.
Vöskum dreng er þörf að reyna þrótt
því skal á brattan, vinur, sótt.
Þú getur unnið stríð, þó standi nokkuð tæpt
Ef styrk í armi hefur og værðarinnar mók er svæft.
Sjaldan brýtur gæfumaður gler.
Það búa ýmis öfl í þér.

Поcмотреть все песни артиста

Other albums by the artist

Similar artists