Kishore Kumar Hits

Ljótu hálfvitarnir - Minni fiska lyrics

Artist: Ljótu hálfvitarnir

album: Ljótu hálfvitarnir


ég bara man það ekki neitt eins og það gerst hafði í gær
Og ég verð ævinlega hissa að ég er með tíu tær.
það nægir mér að eiga í hillunum mínum eina góða bók
Og ég veit ekkert hvort ég vil heldur pepsi
Eða kók og ég er lélegur í trivial pursuit
Og ef að þú spyrð mig um símanúmer fríka ég út.
Það er svo margt sem að ég vissi en nú er ég engu nær
En ég er viss um að það var hér allt í gær.
Ég er með gullfiskaminni...
Allt það sem ég gleymi myndi fylla harða diska
Og það litla sem ég man er ekki upp á marga fiska.
Þó ég rembist við að muna þá vill ekkert vera kjurt,
Já lífið mitt er eins og landið: fýkur burt.
Allt mitt líf með konunni
Er einnar nætur gaman,
Samt er áratugur síðan að við
Byrjuðum saman.
Það er magnað og hún hefur
Hvorki hrukkast eða þyngst,
Já þetta er satt, hún segir mér
það sjálf- og hefur yngst.
Ég er með gullfiskaminni...
Allt er nú sem orðið nýtt,
En ég vil bara
Miklu heldur halda í það
Sem var, en nú er týnt.
Hvað er hægri, hvað er vinstri hvað er upp og hvað er niður?
Eru fuglarnir með hreistur og þá fiskarnir með fiður,
Eða öfugt? þetta get ég aldrei munað, hvað þá hitt
Allt sem að gerir lífið bærilegt- fokking sjitt!
Ég veit ekki hver er forseti og ekki hver er frúin hans,
ég reyndi að biðja guð um hjálp en hef bara enga trú
á því að nokkur geti leyst úr þessu, hvert svo sem ég sný
Mér, og þó fengi ég gott ráð myndi ég gleyma því.
Ég er með gullfiskaminni...

Поcмотреть все песни артиста

Other albums by the artist

Similar artists