Þó það taki eilífð mun ég bíða þín. Næstu þúsund sumur skal ég bíða þín. Þar til snýrð þú aftur og í örmum mér Munt þú enn á ný hagræða þér. Hvert sem slóð þín liggur yfir lönd og sjá Mun ég leiða hugann að þér ef ég má. Ef þú einhvern daginn heyrir hjartslátt minn Skaltu hlusta vel á boðskapinn. Tíminn laumast áfram með sín augnablik Og á hann kemur sjaldnast nokkurt minnsta hik. Þó kemur fyrir að hann virðist standa í stað, Stutt - en mér nægir það. Þó það taki eilífð mun ég bíða þín. Næstu þúsund árin skal ég bíða þín. Uns þú kemur aftur til að ylja mér, Minnst að eilífu bíð ég þín hér. Þó það taki eilífð mun ég bíða þín. Næstu þúsund árin skal ég bíða þín. Uns þú kemur aftur til að ylja mér, Minnst að eilífu bíð ég þín hér.