Það var eitt sinn ógnarlítið stelpuhró Sem fór oft með mér fram að sjó. Hún var klædd í ullarpeysu oná tær Með freknótt nef og fléttur tvær. Saman tvö í fjörunni við undum okkur vel Meðan kollan var að kafa eftir kuðungi og skel. Og á kvöldin, þegar sólin sigin var, Sátum við í næði bæði undir Stórasteini Þar sem hún í leyni Lagði vanga sinn Ósköp feimin uppvið vanga minn. Síðan hef ég konur séð í Kaíró Á Mandalay, í Mexíkó; Líka þær sem Kyrrahafið kafa í Og eiga heima á Hava-í. Sumar klæddust híalíni þegar þeim var heitt En aðrar bara klæddust ekki Yfirleitt- í neitt. Alltaf samt í huga mér og hjarta bjó Hún sem klædd í ullarpeysu undir Stórasteini Forðum tíð í leyni Lagði vanga sinn Ósköp feimin uppvið vanga minn. (?)