Ó, helga nótt, þín stjarna blikar blíða þá barnið Jesús fæddist hér á jörð Í dauðamyrkrum daprar þjóðir stríða Uns Drottinn birtist sinni barnahjörð Nú glæstar vonir gleðja hrjáðar þjóðir því guðlegt ljós af háum himni skín Föllum á kné, nú fagna himins englar Frá barnsins jötu blessun streymir Blítt og hljótt til þín. Ó, helga nótt, ó, heilaga nótt Vort trúarljós, það veginn okkur vísi Hjá vöggu hans við stöndum hrærð og klökk Og kyrrlát stjarna kvöldsins öllum lýsi Er koma vilja hér í bæn og þökk Nú konungurinn, Kristur Drottinn fæddist Hann kallar oss í bróðurbæn til sín Föllum á kné, nú fagna himins englar Hjá lágum stalli lífsins kyndill Ljómafagur skín Ó, helga nótt, ó, heilaga nótt Föllum á kné...