Fagra vetranótt úti allt er hljótt, Hrím á glugga inni móða. Antík ruggustóll rifin satín kjóll, Arin eldur kinnar rjóðar. Ein með brotin væng undir kaldri sæng, Loka augunum ég dofna. Nýþung augnlokin falla tár á kinn, Slaka á og næ að sofna. Án þín eins og lífið fjari út og aðeins nóttin ein, Getur sefað mínar sorgir Fært mér sýn um líf án þín. Týnd í táradal hef ég ekkert val, Næstu spor og mínar gjörðir. Guð minn færðu mér bjartan nýjan veg Upplifi ég lífsins ferðir Án þín eins og lífið fjari út og aðeins nóttin ein, Getur sefað mínar sorgir Fært mér sýn um líf án þín. Aldrei gefast upp á lífi þínu hér, Notaðu reynsluna til góðs, reyndu að sjá af þér Þetta er enginn lokastöð,aðeins eitt lítið skref. Án þín horfi á lífið öðrum augum, Því þú kenndir mér að njóta hverra stundar Sem ég hef, það gafstu mér. Án þín horfi á lífið öðrum augum, Því þú kenndir mér að njóta hverra stundar Sem ég hef, það gafstu mér.