Sprungið malbik Hrími þakið Kyrr vetrarnótt þögninni raskað Flöktandi lampar Kasta stjörnum á götuna Tjörusvartur himininn kraumar Á hægri hönd er kyrrlátt þorpið sem ól mig Til vinstri, mosavaxið hraunið Fram renna skuggar Sem elta bráð Til þess eins að finna hjartað slá Þeir líða á milli yfirgefinna húsa Og hörfa þegar rödd Berst úr hrauninu Andlitið mosagróið og máð Næstum kunnuglegt Svo mælir steinninn í miðri auðninni Svo mælir steinninn En ekki greinist orða skil þegar regnið byrjar að falla "Sá sem útbýr hreiður Mun yfirgefa það Sá sem græðir jörð Mun brenna hana" Stefnulausar götur Auðar og sprungnar Munu ekki leiða neinn Til betrunar Þykkri eðju rignir niður Sem terpentína á málverk úr húsunum skríður fólk Og dansar Þau baða út örmunum Breiða úr fálmurum Teygja úr vængjunum Og fagna upplausninni "Sá sem útbýr hreiður Mun yfirgefa það Sá sem græðir jörð Mun brenna hana Sá sem elur fé Mun svelta það Sá sem grefur brunn Mun eitra hann" Hold mun visna Sýn mun fjara Vit mun þverra Bein munu molna Eftir stendur Berstrípað hraunið Og stjörnurnar á götunni