Svartir drangar stjaksetja jörðina Naglar í líkkistu guðanna Hér finnst ekkert mikilsvert Engar dáðir voru framdar hér Hér hvílir bölvun Sem var óstöðvandi fárviðri á okkar tímum Hér jörðuðum við frumsyndina, Vöggugjöf erfingjanna Þetta er ekki griðastaður þetta er ekki helgidómur Lát kyrrt liggja! Forðastu þennan stað! Máðu grafhýsið úr huga þínum! Þessi staður er prísund Haugur smánarinnar Og höfum við andúð á honum Þessi staður er lykill Aðeins einn af mörgum En hann opnar engar gættir Hér liggur engilinn Og spinnur sér nýja vængi úr óráðsdraumum sem leka úr eyrum dreymandans Varastu ásjónu hans! Forðastu grafhýsi hans! Nafn hans er fordæming Og ásjóna hans er sjúkdómur Innsigli engilsins er viðvörun Hendur hans móta hold sem leir Augu hans brenna Með huldum loga Hann er ljós sem upplýsir ekki Og bál sem brennur án hita Spjótið sem banaði drekanum Og vínið sem ærði spámanninn Eitt sinn var veldi Sem brann um stutta stund Og hélt að turnar sínir myndu standa um ókomna tíð Arfleifð okkar er glóð Dreifð í vindinum Minning okkar Er linnulaus martröð Þannig lát kyrrt liggja! Láttu glóðina kulna! Forðastu svörtu drangana!