Spegilmyndir á votu malbiki öskur trúðsins í nóttinni. Grátur eldsins Inní sólinni Fegurðin kemur frá sálinni Sólin svíður Svarta moldina Líf sprettur af svitanum. Títóismi í knýttum bökum Eitt lítið, eitt lítið Serbneskt blóm. Sáðmaðurinn Yrkir jörðina Hláturinn kemur frá akrinum Móðurmjólkina Sýgur sakleysið Frelsið fæðist í hjartanu Endurfæddur útí auðninni Sigurglampi í augunum. Títóismi í knýttum bökum Eitt lítið, eitt lítið Serbneskt blóm. Skuggar kvöldsins Kæla herðarnar Ljósin kyssa gluggana Bjarminn frá eldinum Sýnir rúnirnar Ristar í andlitum mannanna Með svefninum Koma minningar Votar grafir hetjunnar. Títóismi í knýttum bökum Eitt lítið, eitt lítið Serbneskt blóm. Spegilmyndir á votu malbiki öskur trúðsins í nóttinni. Grátur eldsins Inní sólinni Fegurðin kemur frá sálinni Sólin svíður Moldina Líf sprettur af svitanum. Títóismi í knýttum bökum Eitt lítið, eitt lítið Serbneskt blóm.