...og eldurinn brennur bjart Glæstur og stoltur Lýsir upp nóttina órólegur og örvæntingarfullur Berst hann og hamast Líkt og öldur á ólgusjó Glófextur slær hann í allar áttir þyrlar öskunni út um allt ...og þráðurinn brennur og brennur Stólpinn og stóð þessa fögnuðar það eina sem skilur þau að Eldinn og myrkrið ...og tíminn er naumur Og verður skemmri og skemmri sem loginn brennur Ekkert var hægt til að sporna gegn því Engin huggun harmi Og eins og hendi væri veifað Var þráðurinn runninn út Og eldurinn kulnaði og dó svo út Og tíminn stóð í stað ...og þráðurinn brann og brann Stólpinn og stóð þessa fögnuðar það eina sem skildi þau að Eldinn og myrkrið