Elsku mamma, ég á þér að þakka Að nú get ég ræktað minn garð Þú kenndir mér margt, og nú segi ég satt Því ég sé þann afrakstur nú Hjartasár og tárin vökva Með hlýju, oft erfitt er En með tíð og tíma og reynsluna mína Þá get ég þetta, með þér Og sjáðu blómin sem vaxa nú Og teygja sig móti þér Gul og rauð og fjólublá Allir litir, eins og lífið er Ég lifi og læri, nýti hvert tækifæri Til að eflast og komast af En þegar deginum hallar og kvöldið það kallar Þá á ég minn samastað Og sérðu nú blómin sem vaxa hér? Eins og friðurinn innra með mér Græn og hvít og lillablá Allir litir, eins og lífið er Mér finnst gott að dvelja í garðinum mínum Og verð hér eins lengi og ég get Mundu að þú ert alltaf velkomin líka Fyrstu fræin, ég fékk ég frá þér Og hér eru blómin sem vaxa nú Ilmurinn leikur sér Appelsínugul og blá Allir litir, eins og lífið er Og sjáðu blómin sem vaxa nú Og teygja sig móti þér Gul og rauð og fjólublá Allir litir, eins og lífið er