Heyr, himna smiður, Hvers skáldið biður, Komi mjúk til mín Miskunnin þín. Því heit eg á þig, þú hefur skaptan mig, ég er þrællinn þinn, þú ert Drottinn minn. Guð, heit eg á þig, Að græðir mig, Minnst, mildingur, mín, Mest þurfum þín. Ryð þú, röðla gramur, Ríklyndur og framur, Hölds hverri sorg úr hjartaborg. Gæt, mildingur, mín, Mest þurfum þín Helzt hverja stund á hölda grund. Set, meyjar mögur, Máls efni fögur, öll er hjálp af þér, í hjarta mér.